Hópurinn sem var á námskeiði í lok júní 2020 í reiðtúr meðfram Skjálfandafljóti
Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni.
Námskeið sumarið 2020
Á dagskrá sumarsins eru 4 námskeið:
22-26. júní - Hestasumarbúðir fyrir 6-13 ára
6-9. júlí - Reiðnámskeið fyrir 6-13 ára
4-7. ágúst - Reiðnámskeið fyrir 12-16 ára
10-14. ágúst - Hestasumarbuðir fyrir 12-16 ára
Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um hvert námskeið.
Öll námskeiðin eru haldin á Sandhaugum í Bárðardal en þar er frábær aðstaða fyrir reiðkennslu, vel útbúið hesthús með áfastri reiðskemmu, nýtt reiðgerði til æfinga og frábærir náttúruslóðar eru í kringum bæinn.
Reiðkennarar eru Anna Guðný Baldursdóttir og Malin Ingvarsson.
22-26. júní - Hestasumabúðir fyrir 8-13 ára
5 daga reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-13 ára með reiðkennslu og skemmtun frá morgni til kvöls. Reiðkennsla fer fram í gerði og í náttúrunni, reiðtúrar og æfingar sem bæta ásetu og stjórnun.
Innifalið er fæði, gisting, reiðkennsla, reiðtygi og hjálmar. Hægt er að koma með eiginn hest eða fá hest til afnotun
verð: 60.000kr - 5% systkinaafsláttur
6-9. júlí - Reiðnámskeið fyrir 6-13 ára
kl 10:00-14:00
Reiðkennsla fer fram í gerði og í náttúrunni, reiðtúrar og æfingar sem bæta ásetu og stjórnun.
Börnin þurfa að koma með útifatnað við hæfi og nesti
Verð 25.000
4-7. ágúst reiðnámskeið fyrir 12-16 ára
kl 10:00-14:00
Reiðkennsla fer fram í gerði og í náttúrunni, reiðtúrar og æfingar sem bæta ásetu og stjórnun.
Börnin þurfa að koma með útifatnað við hæfi og nesti.
Verð 25.000
Til viðbótar við námskeiði er hægt að fá 2 einkatíma hjá Erlingi Ingvarssyni.
Verð með 2 einkatímum 30.000
Möguleiki að koma með eigin hest og fá kennslu fyrir Einarsstaðamót.
Skráning
10.-14. ágúst hestasumarbúðir
fyrir 12 til 16 ára
Reiðnámskeið þar sem innifalið er fæði, gisting, reiðkennsla, reiðtygi og hjálmar.
Hægt er að koma með eigin hest eða fá hest til afnota.
5 dagar með skemmtun og reiðkennslu frá morgni til kvölds
Verð 60.000kr - 5% systkinaafsláttur
Verð 65.000kr með 2 einkatímum hjá Erlingi Ingvarssyni
Skráning
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í tölvupósti : anna@eitthvad.com
eða í síma 6937757 (Anna Guðný) eða 8521018 (Malin)